Ohmylash námskeið

 

Augnháralenginga námskeið 
Dagur 1
Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta.
10:00 Bóklegi hlutinn.
Farið er ítarlega í hvernig skal framkvæma augnháralengingu.
Hvað ber að varast, algeng mistök, umhirða o.fl.
Farið verður yfir allar vörurnar í pakkanum og munin á augnhárunum
og límunum sem við bjóðum upp á.
12:00 Hádegismatur
13:00  Verklegi hlutinn.
 Byrjað er á sýnikennslu, að henni lokinni æfa nemendur sig á módelum.
Dagur 2 
(2 vikum síðar)
 Lagfæring kennd og hvernig á að leysa augnhárin af.
Próf  er tekið þegar nemendur treysta sér að gera nýtt sett
án hjálpar og á innan við 2 og hálfum tíma.
(ca 3-5 vikum eftir námskeiðið)
 
 
Námskeiðið kostar 158.000 kr og fylgir veglegur vörupakki með.
6 klukkutíma aðstöðu leiga er innifalin í verðinu.
Eftir námskeiðið er nauðsynlegt að æfa sig vel og ná hraðanum upp.
Þeir nemendur sem ekki hafa aðstöðu til að æfa sig heima geta leigt aðstöðu á snyrtistofunni.
Við skráningu þarf að greiða 58.000 kr í staðfestingargjald sem innifalið er í heildarverði.
*Athugið að skráningargjald sem greiða þarf við skráningu fæst ekki endurgreitt.
Skráning og eða fyrirspurnir má senda á mey@mey.is